Veiði í júní 2015

Hér gefst þér kostur á að senda inn pósta er varða stangveiði.
tha
Posts: 13
Joined: 10 Mar 2015, 21:43
Location: Hafnarfjörður

Veiði í júní 2015

Postby tha » 04 Jun 2015, 00:15

Skellti mér í Elliðavatn, fékk 4 urriða úti á engjunum.
2xpund og 2xtvö pund.
Missti tvo ;)
Allt á rauðan nobbler með grænu skotti.
Frekar kallt þegar sólin fór og vindurinn blés en góð ferð engu að síður.

Hvað hafið þið farið núna í júní???
Kveðja, tha.
><)))))(">

dorwai
Posts: 20
Joined: 23 Mar 2015, 07:11

Re: Veiði í júní 2015

Postby dorwai » 05 Jun 2015, 07:09

Er á leið í Tungufljót í Biskupstungum um helgina, og svo er maður að vona að það verði fært á Arnavatnsheiðina i opnun...

Bjarni
Posts: 14
Joined: 19 Feb 2015, 20:24

Re: Veiði í júní 2015

Postby Bjarni » 08 Jun 2015, 18:29

Vorum í Hólsá/Þverá um helgina, það var nú ekki mikið að gerast hjá okkur. Komu tveir tittir á land :)

tha
Posts: 13
Joined: 10 Mar 2015, 21:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Veiði í júní 2015

Postby tha » 24 Jun 2015, 01:58

Fór í Úlfljótsvatn á laugardaginn.
Slatti af veiðimönnum, fullt af kríu að taka af yfirborðinu, þó nokkuð af flugu.
Engar vökur og engin veiði.
Kveðja, tha.
><)))))(">

Lærlingur
Posts: 4
Joined: 20 Jun 2015, 20:41

Re: Veiði í júní 2015

Postby Lærlingur » 24 Jun 2015, 21:55

Ég skrapp í Þingvallavatn um miðjan dag á mánudag og þar voru menn sem höfðu ekkert fengið. Stoppaði stutt þar. Fór síðan í Úlfljótsvatn í um hálftíma. Vatnið var ískalt þannig að ég var ekki að dvelja lengi þar. Nánast logn og engin fluga. Hugsa að ég prófi aftur þegar vötnin hafa hlýnað betur. Það er örugglega fínt að eltast við urriða á ókristilegum tíma og vorveiðin örugglega enn á fullu.

dorwai
Posts: 20
Joined: 23 Mar 2015, 07:11

Re: Veiði í júní 2015

Postby dorwai » 25 Jun 2015, 07:23

Er á leið á Arnarvatnsheiði ... hendi nn fréttum

Bjarni
Posts: 14
Joined: 19 Feb 2015, 20:24

Re: Veiði í júní 2015

Postby Bjarni » 25 Jun 2015, 15:47

dorwai wrote:Er á leið á Arnarvatnsheiði ... hendi nn fréttum


Snilld, verður gaman að heyra fréttir ;)

dorwai
Posts: 20
Joined: 23 Mar 2015, 07:11

Re: Veiði í júní 2015

Postby dorwai » 27 Jun 2015, 18:03

Bjarni wrote:
dorwai wrote:Er á leið á Arnarvatnsheiði ... hendi nn fréttum


Snilld, verður gaman að heyra fréttir ;)


... úff ... bara ekkert að frétta. Segi ekki meir...

binnz
Posts: 1
Joined: 14 May 2015, 18:25

Re: Veiði í júní 2015

Postby binnz » 29 Jun 2015, 22:28

Gaman að sjá vefinn vakna aftur :) Fór í Hítarvatn um helgina og gekk inn að botni. Þar var lítið að frétta hjá mér en félaginn brúkaði spún og maðk og náði tíu stykkjum en þeir voru nær allir litlir og horaðir. Fékk eina bleikju á fluguna og félaginn aðra á spún og missti eina til viðbótar en við tókum eftir hvað bleikjan var töluvert vænni en urriðinn.

dorwai
Posts: 20
Joined: 23 Mar 2015, 07:11

Re: Veiði í júní 2015

Postby dorwai » 02 Jul 2015, 07:23

Elliðaár á sunnudaginn var f.h.
Var á hálfri stöng á móti félaga mínum.

Tók einn 60cm undir gömlu brúnni, og missti svo annan af Breiðunni, bæði á litla rauða frances.

Félinn tók svo einn á Breiðunni á maðk sem var 63cm og 2.5 urriða á Árbæjarbreiðu


Return to “Almennt”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron