Eldi á norskum eldislaxi við strendur landsins

Hér gefst þér kostur á að senda inn pósta er varða stangveiði.
admin
Site Admin
Posts: 17
Joined: 03 Feb 2015, 20:07

Eldi á norskum eldislaxi við strendur landsins

Postby admin » 24 Apr 2015, 13:33

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyn, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svohljóðandi bréf, þann 20. apríl.

Sjávárútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson
Skúlagötu 4
150 Reykjavík

Reykjavík 20. apríl 2015

Málefni: Eldi á norskum eldislaxi við strendur landsins
Landssamband stangaveiðifélaga (LS) vill með bréfi þessu koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi dreifingu norskra laxastofna hér á landi, meðal annars vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði.

Þann 24. mars 2015 sendi Landssamband veiðifélaga þér bréf þar sem gerð er krafa um að lokað verði fyrir eldi á norskum eldislaxi í Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi. Í bréfinu er vísað til samkomulags frá október 1988 sem stjórnvöld og allir hagsmunaaðilar stóðu að með undirritun sinni. Landssamband stangaveiðifélaga var aðili að þessu samkomulagi og tekur undir allar kröfur Landssambands veiðifélaga sem fram koma í bréfi þeirra. Landssamband stangaveiðifélaga krefst þess að samkomulagið verði virt og að Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi verði lokað fyrir eldi á laxi af norskum uppruna.

Nýlegt dæmi þar sem laxar sluppu úr kvíum á Vestfjörðum og veiddust í Patreksfirði í júlí 2014 sýnir að lítið má út af bregða ef ekki á illa að fara. Skýrsla Veiðimálastofnunar frá því í september sama ár staðfestir að þeir tugir laxar sem voru rannsakaðir voru allir með nokkuð þroskaða kynkirtla og virðast flestir hafa stefnt á hrygningu það haustið. Þetta eru váleg tíðindi, ekki þarf að fjölyrða um afleiðingarnar ef kynblöndun norskra eldislaxa og íslenska laxastofnsins yrði að veruleika. Fjöldi laxa sem sluppu í þessu tilfelli eru á reiki, ekki er loku fyrir það skotið að þeir skipti þúsundum og eigi jafnvel eftir að sjást á svipuðum slóðum í sumar.
Oft er sagt að náttúran eigi að njóta vafans, það á svo sannarlega við í þessu efni. Við gerum þá lágmarkskröfu til stjórnvalda að ráðuneytið virði það samkomulag sem við stóðum að í góðri trú og fulltrúi ráðuneytisins undirritaði ásamt öllum hagsmunaaðilum. Með lokun þeirra svæða sem að framan greinir fyrir eldi á frjóum norskum laxi er stigið skref í þá átt að vernda íslenska laxastofna. Sú skylda hvílir lögum samkvæmt einnig á stjórnvöldum.

F.h. Landssambands stangaveiðifélaga
Viktor Guðmundsson formaður LS

Return to “Almennt”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron